Byggingatæknin

Forsniðin bjálkahús eru afar hentugur kostur sem garð- gesta- og sumarhús.  Fyrir utan hversu notaleg og vinaleg þau eru eru þau einnig einföld og fljótleg í uppsetningu.  Byggingatæknin er ævaforn og er hún nánast eins og að raða saman kubbum þar sem hver bjálkinn fer sitt á hvað ofan á annan en skarast á samskeytum.  Styrkur hússins og stöðugleikinn er samt algjör og má segja að rúsínan í pylsuendanum sé hve notaleg og kósý þessi hús eru.

Húsin eru með misþykkum bjálkum eftir stærð, allt frá 21mm upp í 92mm og með einfaldri upp í þrefalda nót.  Timbrið er unnið úr hægvaxandi trjám sem vaxa á norðurslóðum sem þýðir að timbrið hefur mikinn þéttleika.  Hurðar og gluggar koma samsett með gleri.

Að setja saman svona bjálkahús er eitthvað sem flestir ættu að geta gert án vandræða og skemmt sér vel í leiðinni.  Mjög góðar leiðbeiningar fylgja með í pakkanum.  Einnig veitum við þá ráðgjöf sem þörf er á.

Hér er stutt myndskeið sem sýnir vel hvernig á að setja húsin saman