Þjónusta og ábyrgð

Þjónusta

Kofar og hús hefur það að markmiði að vera með góð hús á góðu verði ásamt því að veita framúrskarandi þjónustu.

Við leggjum okkur fram við að:

  1. Leiðbeina fólki við val á húsum
  2. Vera með gott úrval
  3. Hafa stuttan afgreiðslutíma
  4. Fara yfir grunnatriði samsetningar
  5. Ávallt hafa góðan lager
  6. Vera til staðar ef upp vakna spurningar.

Ánægja okkar viðskiptavina er í fyrsta sæti hjá okkur!

Ábyrgð

Kofar og hús leggur mikla áherslu á hátt þjónustustig er ábyrgð einn af þeim þáttum sem eru hvað mikilvægastir til þess að geta uppfyllt það.

Framleiðandi tekur fulla ábyrgð á vörum sem Kofar og hús selja.  Ef um er að ræða galla eða ef ske kynni að eitthvað skyldi vanta í pakkann þá fylgja eyðublöð með sem viðskiptavinur fyllir út og kemur til okkar.  Við sjáum svo til þess að umræddur galli verði bættur hið fyrsta og valdi sem minnstum óþægindum fyrir viðskiptavininn.