Húsin koma ósamsett, pökkuð inn í plast og vel útbúin til flutnings. Húsin eru vel varin í pakkningunni og geymast vel utandyra.
Við getum afhent hús af lager samdægurs. Við getum líka geymt það fyrir þig þar til þú hefur tök á að sækja það, án endurgjalds.
Ef húsið er ekki til á lager pöntum við það frá framleiðanda og er áætlaður afgreiðslutími 4 – 6 vikur. Þú getur nýtt biðtímann í að gera undirstöður klárar því við sendum þér teikninguna í tölvupósti um leið og þú pantar húsið.
Við afgreiðum húsin af lager okkar frá 8:00 – 16:00 alla virka daga. Flest húsin passa ágætlega á þokkalegar fólksbílakerrur en svo er líka hægt að fá þau send heim að dyrum með sendibíl.
Fyrir þá sem eru staðsettir á landsbyggðinni er hægt að fá húsið sent með einföldum hætti. Það eina sem þú þarft að hugsa um er að velja rétta húsið.
Neðangreind mynd sýnir dæmigert garðhús komið á kerru: