Húsin koma ósamsett, pökkuð inn í plast og vel útbúin til flutnings. Húsin eru vel varin í pakkningunni og geymast vel utandyra.
Ef við eigum húsið til á lager er afgreiðslutími um 1-2 virkir dagar. Ef kaupandi getur ekki tekið við húsinu strax getum við geymt húsið í nokkrar vikur eftir samkomulagi.
Við afgreiðum húsin af lager okkar frá skv. opnunartíma lagers (sjá fyrir neðan). Við lyftum húsinu á kerru eða inn í flutningabíl. Flest húsin passa ágætlega á þokkalegar fólksbílakerrur en einnig er hægt að fá þau send heim að dyrum með sendibíl sem við getum bent á.
Sending út á land er einföld. Við erum með verðlista frá Flytjanda með 50% afslætti af verðskrá sem okkar viðskiptavinir fá. Um er að ræða verð fyrir flutning frá okkar lager að stöð Flytjanda í viðkomandi bæjarfélagi. Ef óskað er eftir sendingu heim að dyrum semur kaupandi beint um það við Flytjanda þegar húsið er komið á stöð.
LAGER – STAÐSETNING
Lagerinn okkar er á hafnarsvæði Eimskipa í Hafnarfirði, Óseyrarbraut 12.
Opnunartími lagers er eftirfarandi:
- Mánudagar – fimmtudagar, opið frá 8:00 – 16:00.
- Föstudagar, opið frá 8:00 – 15:00.
- Helgar og rauðir dagar – Lokað.
Neðangreind mynd sýnir dæmigert garðhús komið á kerru: