Um Kofa og hús

Kofar og hús sérhæfa sig í garð-, gesta- og sumarhúsum ýmist gerð úr forsmíðuðum einingum eða bjálkum.  Húsin öll eiga það sameiginlegt að vera einföld og auðveld í uppsetningu.

Kofar og hús hófu starfsemi árið 2012.  Við segjum frá því með mikilli gleði og ánægju að okkur hefur verið afar vel tekið á markaðnum og við höfum selt mikið af húsum út um allt land við góðan orðstír.

Okkar gildi eru heiðarleiki, áreiðanleiki og umfram allt að bjóða ávallt vandaðar vörur á góðu verði.

Okkar hugsjón

Okkar hugsjón er að bjóða upp á hagkvæmar lausnir, bæði í smærri húsum sem og sumarhúsum í fullri stærð, án þess þó að til þurfi að ráðast í offjárfestingu.  Okkur finnst mikilvægt að fólk geti reist sér hús á sínum hraða og sniðið sér stakk eftir vexti.

Framleiðsla

Kofar og hús selja hús frá virtustu framleiðendum Eistlands. Við erum annars vegar með svokallaða „hilluvöru“ en það eru stöðluð hús frá framleiðanda sem seld eru víða í Evrópu og Skandinavíu.  Hins vegar erum við með hús sem við látum sérstaklega framleiða fyrir okkur og erum við eini söluaðilinn á þeim, hérlendis og erlendis. Eingöngu er notaður hægvaxandi greniviður frá norðlægum slóðum í alla framleiðslu og stuðst við nýjustu tölvutækni í sögun og fræsingu.


Hvar erum við staðsett?

Sýningarsvæði okkar er á Garðatorgi í Garðabæ og skrifstofan er að Hlíðarsmára 2 – 3. hæð.  Um að gera að að bóka tíma á skrifstofu okkar til skrafs og ráðagerðar.  Við erum ýmist við á skrifstofunni eða á sýningarsvæðinu en alltaf er hægt að ná í okkur í aðalnúmerinu 553-1545 – Vertu velkomin/nn!

 

– – – – – Kofar og hús er eina sérvöruverslunin á landinu sem helgar sig alfarið sölu á smáhýsum og sumarhúsum !!  – – –