Jöklar

- Upplifun á Íslandi

Jöklar

– Upplifun á Íslandi

 

Um húsin

Jöklar eru forsniðin einingahús úr timbri. Húsin eru hönnuð af íslenskum aðilum sem hentugur kostur fyrir þá sem reka ferðaþjónustu hér á landi.

Húsin eru byggð út frá nýju einingakerfi sem býður upp á ýmsa breytingamöguleika ásamt því að vera fljótleg og hagkvæm í uppsetningu.

Húsin eru hugsuð sem gestahús, með eða án eldunaraðstöðu.

Húsin afhendast ósamsett í pakka sem inniheldur forsmíðaðar einingar að hluta og forsniðið efni að hluta.

Byggingastig hússins miðar við lýsinguna  „Tilbúið að utan, fokhelt að innan.“ Bygginganefndateikningar fylgja með húsunum

 

Breytingamöguleikar:
Einingakerfið býður upp á að gera breytingar á húsunum með einföldum hætti
  • Hægt er að lengja húsin
  • Hægt er að spegla húsunum
  • Hægt er að bæta við gluggum og hurðum
Uppröðun

Húsin geta staðið ein og sér eða verið sett saman í lengju allt eftir því hvað hentar staðháttum og áherslu rekstrar hverju sinni.

Hönnun húsanna

Húsin eru hönnuð með það að leiðarljósi að þau séu opin og björt og hleypi nærumhverfi og útsýni inn í rýmið og auki þar með enn frekar ánægjulega upplifun á Íslandi.

Hönnunin er í senn einföld og stílhrein og útfærð þannig að kostnaður fari ekki fram úr hófi, bæði á húsunum sjálfum og vinnu við uppsetningu.

Húsin eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og uppfylla alla gæða – og byggingastaðla sem krafa er gerð um hér á landi.