Naust – 14,5 fm – Norðurland

Hér eru góðar myndir frá húsi af gerðinni Naust sem sett var upp á Norðurlandi haustið 2015. Húsið er 14,5 fm og kemur án gólfs. Eins og sést á myndunum var smíðaður rammi úr 95mm x 95mm timbri undir húsið. Ramminn er festur ca. 80cm niður með járnfestingum sem kaupandi útvegaði sjálfur. Undir rammann var fyllt upp með möl og þjappað vel, efsta lagið var sandur. Ofan á sandinn voru svo lagðar flísar. Kaupandi hækkaði húsið um tvær raðir og bætti gluggum við á hliðar. Húsið kemur virkilega vel út og nýtist sem góð geymsla og/eða vinnuaðstaða.