Undirstöður 2 – Járnstaurar

Undirstöður gerðar úr járngirðingastaurum er sniðug lausn.  Ef staurarnir komast nógu djúpt ofan í jarðveginn og eru settir þannig að þeir vísa í allar áttir er stöðugleikinn algjör.  Þessi leið er mjög sniðug, ódýr, fljótleg og pottþétt!

Hér kemur stutt myndasaga um þessa gerð af undirstöðum.  Þessi snjalli maður ákvað semsagt að nenna ekki að grafa holur og steypa, fannst það bara vitleysa og fór frekar og keypti sér nokkra járnstaura, varð sér svo úti um 2 x 5 tommu dregara og fór svo og náði í sleggjuna sína.

Hann byrjaði á því að leggja 3 dregarana þar sem húsið átti að verða sett niður.  Svo fór hann að berja…

og berja meira…

  hér er kannar hann stöðugleikann…

Og svo er barið meira…

 Nú eru allir staurarnir komnir á sinn stað og hægt að byrja að festa allt saman.

Hér sést hvernig þetta lítur út áður en staur og dregari eru festir saman

Þegar fyrsti staurinn er festur við dregarann er hæðin á húsinu ákveðin.  Fínt er að notast við þvingur og þvinga staurinn og dregarann saman.  Svo er borað í gegnum staurinn og dregarann og borðabolti settur í gegn og svo hert.  Næsta festing er gerð alveg eins en stuðst við hallamál svo dregarinn sé í réttri hæð.  (a.t.h. staurinn hallar en ef staurarnir halla allir sitt á hvað vinna þeir á móti hvor öðrum og mynda enn frekari stöðugleika)

Allir staurar hertir við dregarana…

 og hér eru þeir allir komnir á.

Það sést ekki í þessari myndaseríu en áður en húsið var reist voru settir millibitar í grindina, bæði á milli dregaranna og við endann á þeim en með því er grindin orðin ein heild og mun stöðugri fyrir vikið.

Athygli er vakin á því hve langir dregararnir eru en þeir eru töluvert lengri en húsið sjálft.  Eigandinn ákvað að hafa þetta svona til þess að geta haft pall fyrir framan húsið.

 Svo kom húsið…

Og um leið var byrjað að reisa…

 

En þá kom allt í einu maðurinn úr Dæmi 1 sem er með alveg eins hús nema steyptar undirstöður.  Líklega eru þeir að rökræða um hvort sé betra að gera…

 Sennilega hafa þeir orðið sammála um að vera ósammála…

En honum líst vel á húsið, það er greinilegt!

 

Og hér er svo afraksturinn, sannkallað meistaraverk!  Þvílik prýði fyrir garðinn!

Húsið er algjörlega stöðugt og hefur ekki hreyfst þrátt fyrir alvöru íslenskan vetur með þeim frosthörkum og umhleypingum sem honum fylgir.  Þessar undirstöður hafa því algjörlega sannað gildi sitt!

Húsið á myndinni heitir Cyprus 1 B og upplýsingar um það má finna hér

 

Hér er svo Dæmi 1 um steyptar undirstöður