Gestahús
Gotland 5C
Gotland 5C er 15 fermetrar og hefur verið vinsælt sem gestahús við sumarbústaði eða sem vinnustofa úti í garði. Hentar líka afar vel fyrir þá sem eru að hefja uppbyggingu á sinni eigin sumarparadís og vilja byrja á gestahúsinu. Auðvelt er að útbúa lítinn eldhúskrók, salernisaðstöðu og herbergi.
Eins og önnur hús í þeirri seríu er bjálkaþykktin 40mm. Glugginn er opnanlegur og því er húsið hentugt sem gistirými.
Heillandi hús sem sómar sér vel á sælureitnum í sveitinni…
Myndir frá Íslandi
Hér eru myndir af húsi af gerðinni Gotland 5C sem reist var í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Húsið er virkilega fallegt og óskum við eigendum þess til hamingju með það.

Verð: 839.000 kr.