Garðhús
Stapi
Öflugt hús
Stapi er öflugt hús á frábæru verði – Hús sem slegið hefur í gegn síðan við komum fyrst með það á markaðinn 2017!
Um húsið:
Stapi er hugsað sem gott garðhús og/eða tækjageymsla (lítill bílskúr). Húsið er ílangt og getur því hentað vel þar sem landrými er takmarkað, t.d. við hlið aðalhúss.
Húsið er 2,8 x 5,35m að stærð, samtals 14,98 fm.
Mesta hæð er 2,45m.
Húsið kemur án gólfs (t.d. hægt að setja á steypta plötu, hellulögn, malarplan eða smíðaða grind).
Húsið er gert úr 44mm bjálkum með tvöfaldri nót.
Stálteinar ganga í gegnum veggina í öllum hornum til að herða húsið saman.
Húsið er 14,98 fm að stærð. Tvöföld hurð án glers er inn í húsið.
Auðvelt er að bæta við gluggum og hurðum á húsið með því að saga úr bjálkum.
EKKI ÞARF AÐ SÆKJA UM BYGGINGALEYFI FYRIR ÞESSU HÚSI.
Allar lagnir eru leyfðar.

Verð: 1.039.000 kr.
VORTILBOÐ 779.000,-
Auka bjálkaröð: 55.000,-
Væntanlegt 10.maí 2023
Möguleikar:
– Auka bjálkaröðum er hægt að bæta við þetta hús til þess að hækka það og gera það ennþá rýmra. Slíkt eykur enn frekar möguleikann á hilluplássi.
Stapi í Kópavogi
Þetta hús var reist vorið 2020. Undir húsið var steypt plata og húsið sett beint á hana. Fallegt hús sem kemur eflaust að góðum notum.
Fleiri myndir af Stapa
Hér eru 2 Stapa hús. Fyrra húsið er staðlað að stærð en seinna húsið er með einni upphækkun.
Stapi með upphækkunum
Hér fyrir neðan eru myndir af Stapa sem reist var á höfuðborgarsvæðinu. Kaupandi hækkaði húsið um 3 bjálkaraðir.
Myndir
Hér fyrir neðan eru myndir af Stapa. Tölvugerðu myndirnar eru af stöðluðu húsi og gefa hugmynd um hvernig má raða inn í það.