Garðhús

Brekka 34

Brekka 34 er flaggskip okkar í garhúsum – Langvinsælasta garðhúsið okkar frá upphafi! – Traust og vandað hús, með 34mm þykkum bjálkum og tvöfaldri nót.
 
Húsið hentar vel fyrir garðinn sem geymsla, vinnuaðstaða, hjólageymsla eða sem auka gestahús við sumarbústaðinn.
 
Húsið er 9 fm að stærð. Betri gerðin af tvöfaldri hurð er inn í húsið með álþröskuldi. Þakpappi fylgir með í pakkanum.
Timbrið er A flokkur.
 
Tvöfalt gler er í hurð.
 
 

Myndir frá Íslandi

Hér eru myndir af Brekku 34

Brekka 34 – Breyting með einföldum hætti!

Hér fyrir neðan eru myndir af Brekku sem hefur aðeins verið breytt.  Það sem gert var hér er að húsið var hækkað um 2 raðir og svo var bætt við það bíslagi.  Kemur afar vel út og gott dæmi um hvernig hægt er að auka enn frekar nýtingu þessa skemmtilega húss.

Verð: 692.000 kr.

TILBOÐ 519.000,-

Auka bjálkaröð: 37.500,-

Til á lager!

Möguleikar:
– Auka bjálkaröðum er hægt að bæta við þetta hús til þess að hækka það og gera það ennþá rýmra. Slíkt eykur enn frekar möguleikann á hilluplássi. Húsið samsvarar sér vel með tveimur auka röðum.